Faðir reynir að kveðja barn sitt í síðasta sinn

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Ingi Einarsson - Animalia

Faðir reynir að kveðja barn sitt í síðasta sinn

27.09.2020 - 11:07

Höfundar

Rúnar Ingi Einarsson leikstjóri frumsýnir á RIFF í dag stuttmyndina Animalia í Bíó Paradís. Myndin fjallar um föður sem hefur misst samband við barn sitt freistar þess að eiga eina lokastund með afkvæminu.

ANIMALIA var tekin upp á Íslandi í júní og hafa síðustu mánuðir verið ansi strembnir hjá Rúnari sem vegna erfiðleika sem skapast hafa í kvikmyndabransanum í heimsfaraldri óttaðist að ná ekki að klára myndina í tæka tíð fyrir hátíðina. „Þetta hefur verið fáránlega mikil keyrsla, að reyna að klára hana í tæka tíð. En myndin er unnin með nágrönnum og eftirvinnslan var gerð í miðjum faraldri í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum.“

Myndin er á meðal átta mynda sem sýndar verða á stuttmyndasýningunni ICELANDIC SHORTS II klukkan 15:15.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Kajakróður léttur miðað við lífið

Menningarefni

RIFF kemur heim í stofu