Annar sigur Leeds í röð

epa08701216 Patrick Bamford of Leeds (R) scores his team's opening goal during the English Premier League soccer match between Sheffield United and Leeds United in Sheffield, Britain, 27 September 2020.  EPA-EFE/Molly Darlington / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Annar sigur Leeds í röð

27.09.2020 - 13:04
Sheffield United tók á móti Leeds í stáliðnaðarborginni í dag og var þetta fyrsta viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í 26 ár.

Það var mikil eftirvænting fyrir grannaslag Sheffield Utd og Leeds í dag. Leeds hefur vakið athygli fyrir flotta spilamennsku og höfðu skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir leik dagsins. Sheffield United fara hinsvegar illa af stað og voru án stiga fyrir leikinn og áttu einnig eftir að skora mark á þessu tímabili.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en minnstu munaði að John Lundstram næði að koma heimamönnum yfir eftir um það bil hálftíma leik en heimsklassa markvarsla Illan Meslier kom í veg fyrir mark. Meslier var aftur á ferðinni skömmu síðar og varði aftur vel. Reyndust þetta bestu færi fyrri hálfleiks og staðan var því markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik var það Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield Utd, sem tók við sviðsljósinu og átti nokkrar fínar markvörslur. Hann kom þó engum vörnum við á 88. mínútu þegar að Patrick Bamford skoraði sigurmark Leeds þegar hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jack Harrison. 

Nýliðar Leeds eru því komnir með sex stig eftir þrjá leiki á meðan að Sheffield United er án stiga á botni deildarinnar og hafa þeir nú spilað í 270 mínútur án þess að skora á þessu tímabili.