Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Segir árásina augljóslega hryðjuverk

26.09.2020 - 03:30
epa08697372 French forensic police investigators work at the site of the knife attack near the former Charlie Hebdo offices, in Paris, France, 25 September 2020, after two people have been wounded. According to recent reports, two assailants have been arrested in the Bastille area.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Franski innanríkisráðherrann Gerald Darmanin segir hnífaárásina í París í gær augljóslega hafa verið framda af íslömskum hryðjuverkamönnum. Átján ára maður af pakistönskum uppruna var handtekinn, grunaður um að hafa stungið konu og karl fyrir utan skrifstofuhúsnæði í borginni. Sex til viðbótar eru í varðhaldi að sögn fréttastofu BBC og verða yfirheyrðir vegna málsins. 

Fólkið er alvarlega sært eftir árásina. Þau voru fyrir utan skrifstofuhúsnæðið að reykja þegar árásin var gerð. Skrifstofur franska háðsádeilutímaritsins Charlie Hebdo var áður til húsa þar. Réttarhöld yfir fjórtán einstaklingum sem taldir eru hafa aðstoðað tvo árásarmenn á skrifstofur Charlie Hebdo árið 2015 eru nýhafin. Tólf létu lífið í árásinni árið 2015. Tímaritið hefur flutt skrifstofur sínar á ótilgreindan stað.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV