Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Rottan Magawa heiðruð fyrir hetjustörf

26.09.2020 - 07:54
epa08696119 An undated handout photo made available by APOPO charity shows African giant pouched rat Magawa with a gold medal in Siem Reap, Cambodia, issued 25 September 2020. The landmine-detecting rat became the first to be given a prestigious award for bravery and devotion to duty. Magawa was presented with British veterinary charity People's Dispensary for Sick Animals' Gold Medal, the animal version of the George Cross (which normally goes to military service dogs) for 'life-saving devotion to duty, in the location and clearance of deadly landmines in Cambodia.' Cambodia is the second most mine-affected country in the world after Afghanistan, and up to 6 million landmines are thought to have been laid between 1975-1998, with up to 3 million yet to be found, PDSA said.  The hidden mines have caused around 64,000 casualties in the country, which has the highest number of mine amputees per capita in the world – over 40,000 people, it added.  EPA-EFE/APOPO HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - APOPO
Forðarottan Magawa varð í gær fyrsta rottan til þess að hljóta virt heiðursverðlaun bresku dýralæknagóðgerðastofnunarinnar PDSA. Verðlaunin eru veitt árlega dýrum sem hafa sýnt mikla dirfsku eða hollustu við skyldustörf. 

Magawa hefur þefað uppi 39 jarðsprengjur og 28 ósprungin skothylki í Kambódíu á starfsævi sinni. Talið er að allt að sex milljónir jarðsprengna séu grafnar í ríkinu. Rottan er sjö ára og var þjálfuð af belgísku góðgerðarsamtökunum Apopo. Þó þau séu skráð í Belgíu er starfstöð þeirra í Tansaníu, þar sem hetjurottur samtakanna eru þjálfaðar, eða HeroRAT. Þær eru þjálfaðar til þess að þefa uppi sprengjur og berkla. Dýrin útskrifast eftir árs þjálfun.  BBC hefur eftir Christophe Cox, framkvæmdastjóra Apopo, að verðlaun PDSA sé mikill heiður. 

Samkvæmt samtökunum HALO Trust, sem vinna að því að grafa upp jarðsprengjur, hafa yfir 64 þúsund látið lífið í Kambódíu frá árinu 1979 af völdum jarðsprengja. Um 25 þúsund til viðbótar hafa misst útlimi. Mörg ríki hafa bannað að nota jarðsprengjur í hernaði. Barack Obama undirritaði bann þess efnis fyrir hönd Bandaríkjahers árið 2014. Donald Trump aflétti því banni í janúar á þessu ári.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV