Nota dróna til að smala sauðfé

Mynd: Aðsend mynd: Magnús Bjarki Sn? / RÚV

Nota dróna til að smala sauðfé

26.09.2020 - 17:14

Höfundar

Haustið er tími smalamennsku hjá sauðfjárbændum og leggja margir mikið á sig til að ná til kinda sem hafa gengið á afrétti yfir sumartímann. Í seinni tíð hafa bændur reynt að einfalda smalamennsku með aðstoð tækninnar og tækja og notkun dróna eykst ár frá ári.

Ástæða þess að dróni er notaður er að við vissar aðstæður getur sauðkindin komist þangað sem erfitt er fyrir manninn að komast. Því getur verið hentugt að nálgast kindurnar úr lofti og beina þeim í tilætlaða átt.

Um helgina fóru bændur til smölunar á Laugarvatnsvöllum við Þverfell í uppsveitum Árnessýslu. 18 kindur fundust í þessum leitum. Magnús Bjarki Snæbjörnsson smali frá Eyvindartungu, sem er skammt frá Laugarvatni handarbrotnaði nýverið og átti því erfitt með að taka þátt í smölun eins og vanalega. Því hefur hann verið að gera tilraunir með að nota dróna.

„Ég hef venjulega verið að nota drónan við að finna féð þar sem þær eiga það til að leynast víða í landslaginu. Til að mynda vorum við að ná að finna fé sem við töldum okkur hafa séð með drónanum allt annars staðar en þar sem við fundum þessar (á myndbandinu) fyrir slysni.“

Líkt og sjá má á myndskeiðinu virðast kindurnar kunna ágætlega við smalann og hlýða honum með ágætum. 

„Hingað til hefur það gengið vel. Féð er mis þægt. Sumir bændurnir hér í sveitinni eru komnir lengra með þetta og eru komnir með flautur á drónana“

Meðfylgjandi myndband tók Magnús Bjarki og er það birt með góðfúslegu leyfi hans.

Tengdar fréttir

Húnavatnshreppur

Álftir gerðu uppreisn gegn dróna

Veifa stúdentshúfum í átt að dróna í beinni útsendingu

Borgarbyggð

Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag

Tækni og vísindi

Nýta dróna til að finna leka í lögnum