Leik Breiðabliks og ÍBV frestað

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Leik Breiðabliks og ÍBV frestað

26.09.2020 - 10:46
Búið er að fresta leik Breiðabliks og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna en leikurinn átti að fara fram klukkan tvö í dag.

Lið ÍBV er veðurteppt í Vestmannaeyjum og kemst ekki til lands í dag. Leikurinn fer því fram á morgun klukkan 14:00. Lið Breiðabliks er í harðri keppni við Val um Íslandsmeistaratitilinn en liðin mætast einmitt í næstu umferð í leik sem af mörgum er talin hálfgerðum úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild kvenna í dag.

14:00: Selfoss - Þróttur R. 
15:00: FH - Þór/KA
17:00: Fylkir - Valur