Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrettán smit á Vesturlandi - ellefu í Stykkishólmi

25.09.2020 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Tvö ný COVID-19 smit greindust í Stykkishólmi í gær. Annað þeirra var í sóttkví, hitt er einstaklingur sem er staðsettur í Reykjavík með lögheimili í Stykkishólmi. Nú eru ellefu smitaðir, þar af tveir fyrir sunnan. Í Stykkishólmi eru nú ellefu skráðir í einangrun, þar af eru tveir í Reykjavík.

Ellefu fóru í sýnatöku á heilsugæslunni í Stykkishólmi í dag og fást niðurstöður úr þeim sýnum á morgun.

Þegar hefur verið gripið til varúðarráðstafana í bænum, meðal annars með hólfaskiptingu í skólum og heimsóknarbanni á dvalarheimili aldraðra og legudeild heilsugæslunnar.

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með aðgerðastjórn og sóttvarnayfirvöldum í dag. Ákveðið var breyta ekki ráðstöfunum að sinni og endurmeta stöðuna á mánudag. 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi er þá með í skoðun hjá sér að opna upplýsingasíðu á samfélagsmiðlum til þess að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. 

Þrettán í einangrun á Vesturlandi

Samkvæmt Facebook-síðu Lögreglunnar á Vesturlandi eru nú þrettán í einangrun á Vesturlandi öllu. 11 í Stykkishólmi, einn í Borgarnesi og einn á Akranesi. 102 eru í sóttkví og fjölgar um þrjá á milli daga. Hvergi eru fleiri í sóttkví utan höfuðborgarsvæðisins. Á Suðurlandi eru jafn margir í einangrun, samkvæmt covid.is.