Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Stokkað upp í Sjúkratryggingum en engar uppsagnir

25.09.2020 - 20:43
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands kynnti í dag nýtt skipurit fyrir stofnunina. Það byggir á nýrri langtímastefnu stofnunarinnar sem stjórn Sjúkratrygginga setti af stað seinasta sumar. Engum starfsmönnum verður sagt upp en stjórnendum verður fækkað og þeir færðir til í starfi.

Tilkynning þess efnis var send út í dag. Þar segir að skipulagsbreytingunni sé ætlað að aðlaga stofnunina að þeim verkefnum sem henni eru ætluð samkvæmt lögum og heilbrigðisstefnu og jafnframt að bregðast við þeim ábendingum sem Ríkisendurskoðun hefur beint að stofnuninni.

Breytingin byggist á ítarlegri greiningar og stefnumótunarvinnu innan stofnunarinnar þar sem styrkleikar og veikleikar hennar voru greindir.  Stöðum stjórnenda verður fækkað en ekki er gert ráð fyrir að neinum verði sagt upp. Nýtt skipulag tekur gildi 1.janúar 2021.