Stjarnan hafði betur gegn KR

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Stjarnan hafði betur gegn KR

25.09.2020 - 18:10
Stjarnan og KR áttust við í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta.

Stjarnan sat í 6. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki en KR vermdi botnsætið með 10 stig eftir 11 leiki. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í 15. umferðinni og eiga KR-ingar því leiki inni á önnur lið deildarinnar þar sem KR hefur nokkrum sinnum þurft að fara í sóttkví á tímabilinu. 

Angela Caloia skoraði fyrsta mark Stjörnunnar eftir rúmlega hálftíma og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir bætti öðru marki Garðbæinga við á 40. mínútunni. Fleiri mörk voru ekki skoruð á Meistaravöllum, lokatölur 2-0. 

Stjarnan fer upp að hlið ÍBV og í 5. sætið með sigrinum en KR sitja áfram botnsætinu. Fjórir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna á morgun.

Valur er á toppi deildarinnar með 37 stig eftir 14 leiki en Breiðablik er stigi á eftir og á leik til góða. 

Pepsi Max-deild kvenna 26. september
14:00 Selfoss - Þróttur
14:00 Breiðablik - ÍBV
15:00 FH - Þór/KA
17:00 Fylkir - Valur