Óttast að tvær milljónir láti lífið af völdum veirunnar

epa08525402 WHO Health Emergencies Programme head Michael Ryan attends a press conference organized by the Geneva Association of United Nations Correspondents (ACANU) amid the COVID-19 pandemic, caused by the novel coronavirus, at the WHO headquarters in Geneva, Switzerland, 03 July 2020.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur líklegt að tvær milljónir láti lífið af völdum COVID-19, taki þjóðir heimsins ekki höndum saman til að sigrast á faraldrinum. Fjöldi dauðsfalla á heimsvísu nálgast óðum eina milljón.

„Erum við tilbúin að ráðast í samræmdar aðgerðir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að forðast að dauðsföll nái slíkum hæðum?,“ sagði Michael Ryan, neyðarstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort líklegt væri að tvær milljónir myndu láta lífið af völdum farsóttarinnar. „Annars megum við búast við að tvær milljónir manna láti lífið, og því miður mun fleiri,“ sagði hann. AFP fréttastofan fjallaði um blaðamannafundinn í dag.

Ryan ræddi þær áskoranir sem blasa við í tengslum við fjármögnun, framleiðslu og dreifingu bóluefnis gegn COVID-19: „Við misstum um það bil milljón manns á níu mánuðum, og nú þurfum við að skoða hvort bóluefni verði farið í dreifingu á næstu níu mánuðum. Það er meiriháttar verk fyrir alla sem koma að því,“ sagði hann. 

Alls hafa 984.068 manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu og tilkynnt hefur verið um næstum 32,3 milljón smit. Flestir hafa látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi