Noregskonungur á sjúkrahúsi

25.09.2020 - 08:18
epa05107410 (L-R): King Carl Gustaf of Sweden, Queen Margrethe of Denmark and King Harald V pose for a family picture before a private dinner at the Royal Castle in Oslo, Norway, 17 January 2016 on the ocassion of the 25th anniversary of King Harald V&
 Mynd: EPA - NTB SCANPIX / POOL
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í Ósló snemma í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá hirðinni. Ekki er þar nefnt hvað amar að honum.

Konungur átti í dag að stýra ríkisráðsfundi. Vegna hinna skyndilegu veikinda kemur það í hlut Hákonar ríkisarfa. Einnig hugðust konungshjónin vera viðstödd hátíðahöld í tilefni þess að framkvæmdum er lokið á æskuheimili Sonju drottningar í Lillehammer. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi