Messi heldur áfram orðaskaki við forsvarsmenn Barselóna

epa08694071 A handout photo made available by FC Barcelona shows Uruguayan Luis Suarez (C) posing for the photographers with his former teammates; Leo Messi (L), Sergio Busquets (2-L), Gerard Pique (3-R), Jordi Alba (2-R) and Sergi Roberto (R); during his farewell act as FC Barcelona at Camp Nou Stadium in Barcelona, Catalonia, Spain, 24 September 2020. Suarez broke down in tears during the act. Suarez is leaving FC Barcelona after six years and will be Atletico de Madrid player.  EPA-EFE/FC BARCELONA / MIGUEL RUIZ / HANDOUT HANDOUT/ USE EDITORIAL ONLY/ NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FC Barcelona

Messi heldur áfram orðaskaki við forsvarsmenn Barselóna

25.09.2020 - 20:25
Lionel Messi, einn bestu knattspyrnumaður heims, hefur ekki sagt sitt síðasta í stríði sínu við forsvarsmenn Barselóna. Í kveðju sinni til framherjans Luis Suarez, sem gekk til liðs við Atletico Madrid frá Börsungum í vikunni, segir hann Suarez hafa átt betra skilið en að vera sparkað út á þennan hátt.

Messi segir að kveðjustundin hefði átt að vera í líkingu við þau afrek sem Suarez vann í búningi félagsins. „Í sannleika sagt er ekkert lengur sem kemur mér á óvart,“ skrifar Messi á Instagram-síðu sína. 

Suarez er þriðji markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og vann fjóra deildartitla, fjórar bikartitla og meistaradeildina með félaginu.  

Ronald Koeman, nýráðinn knattspyrnustjóri Barselóna, lét þá skoðun sína í ljós um leið og hann mætti til starfa að Suarez væri ekki í framtíðarplönum félagsins.

Suarez og Messi eru bestu vinir utan vallar og um tíma var talið að framkoma félagsins við Suarez væri ástæða þess að Messi vildi yfirgefa félagið.

Þegar honum varð ljóst að hann þyrfti draga Barselóna fyrir dómstóla til að komast burt hætti hann við en lét í ljós megna óánægju og sagði forseta félagsins hafa svikið sig. 
 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi staðfestir að hann verði áfram hjá Barcelona

Fótbolti

Segir Messi nú vilja vera áfram hjá Barcelona

Fótbolti

Jorge Messi fundar með Börsungum

Fótbolti

Sekta Messi og segja hann ekki mega spila á leiktíðinni