Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð 12,5 kílómetra norðaustur af Grímsey um hálf tólf leytið í dag. Rúmlega 1.500 jarðskjálftar voru staðsettir í sjálfvirki jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í síðustu viku, þeir stærstu voru austur á Skjálfanda þar sem tveir skjálfta upp á 4,6 og 4 mældust. Þeir fundust víða á Norðurlandi.