Hálka og hálkublettir á vegum

25.09.2020 - 07:55
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Vetrarfærð er víða á landinu. Hálka eða hálkublettir eru á fjölda vega á norðausturhorninu og flughált er á Seyðisfjarðarvegi á Fjarðarheiði. Hálkublettir eru einnig á Breiðdalsheiði. Hálkublettir eru í Vatnsskarði.

Hálkublettir eru á Laxárdalsheiði, Svínadal, Strandavegi og Bíldudalsvegi. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. 

Nýjustu upplýsingar um færð hverju sinni má finna á vef Vegagerðarinnar.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi