Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað

24.09.2020 - 08:43
epa08060078 The flags of Sweden and Norway draped around a copy of the Nobel Prize medal at the Nobel award ceremony at Stockholm Concert Hall, in Stockholm, Sweden, 10 December 2019.  EPA-EFE/Henrik Montgomery  SWEDEN OUT
Nóbelsverðlaunapeningurinn. Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Verðlaunafé Nóbelsverðlaunahafa þessa árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr níu milljónum sænskra króna í tíu milljónir, jafnvirði ríflega 150 milljóna íslenskra króna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni Nóbelsstofnunarinnar.

Fyrstu Nóbelsverðlaunin voru veitt árið 1901 og fengu þá verðlaunahafar 150.000 sænskar krónur. Það hækkaði síðan hægt og rólega og var komið í  eina milljón árið 198.

Verðlaunin hækkuðu verulega á níunda og tíunda áratug síðustu aldar í níu milljónir sænskra króna árið 2000 og tíu milljónir ári síðar. Eftir fjármálakreppuna var verðlaunafé lækkað í átta milljónir, en hækkað aftur um eina milljón fyrir þremur árum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi