Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Þrjár bækur Ragnars í efstu sætum þýska kiljulistans

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Þrjár bækur Ragnars í efstu sætum þýska kiljulistans

24.09.2020 - 13:44

Höfundar

Þrjár bækur eftir Ragnar Jónasson sátu samtímis í efstu tíu sætum þýska kiljulistans sem birtur var í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjú skáldverk eftir íslenskan höfund sitja í efstu sætum listans á sama tíma.

Bækurnar Dimma, Drungi og Mistur – eða Dunkel, Insel og Nebel eins og þær heita á þýsku – sátu í 3., 4. og 10. sæti þýska kiljulistans sem birtur var í tímaritinu Der Spiegel í vikunni.

Þýskur útgefandi Ragnars fór þá leið að gefa út bækurnar þrjár með skömmu millibili á árinu. Fyrsta bók­in, Dimma, kom út í maí, Drungi í júlí og nú síðast Mist­ur í september.

Í sumar voru fluttar fréttir af því þegar Dimma náði öðru sæti listans en þá hafði íslensk skáldsaga ekki setið í því sæti í ein fimmtán ár. Á sama tíma var Drungi í 9. sæti listans, hafði íslenskur höfundur þá heldur aldrei átt tvær bækur svo ofarlega á listanum. Nú bætir Ragnar um betur með þriðju bókinni. Útgefandi Ragnars hér á landi telur að síðasti rithöfundurinn til að ná viðlíka árangri í Þýskalandi sé enginn annar en Stieg Larsson.

Mynd með færslu
Útgefandi Ragnars, Bjartur og Veröld, greindi frá tíðindunum á Facebook.

Ragnari hefur gengið vel víðar um heim. Bækur hans hafa komið út á 27 tungumálum og hefur hann selt um 1.5 milljónir eintaka á heimsvísu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hyggst gera sjónvarpsþáttaröð byggða á Dimmu. Þættirnir verða teknir upp hér á landi en óvíst er hvenær þeir verða sýndir.

Mynd: Aðsend / Aðsend
Fréttastofa RÚV ræddi við Ragnar Jónasson um væntanlega sjónvarpsþætti.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Hulda lifnar við í sjónvarpsþáttum CBS

Menningarefni

CBS tryggir sér sjónvarpsþætti eftir bók Ragnars

Bókmenntir

Hefur selt yfir milljón bækur: „Þetta er alveg galið“