Breonna Taylor var sofandi við hlið kærasta síns á heimili þeirra í Louisville 13. mars. Þau heyrðu læti fyrir utan og kölluðu til að spyrja hver væri þar en fengu ekkert svar. Þar voru þrír lögregluþjónar að sinna ábendingu um fíkniefnatengda starfsemi á heimilinu. Þegar lögregla braut sér leið inn í íbúðina skaut unnusti Taylor einn lögreglumanninn í fótinn.
Lögregla svaraði með því að skjóta þrjátíu skotum, þar af fóru átta í Taylor, sem lést. Ákærudómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákæra einn lögreglumanninn. Ekki fyrir morð - heldur fyrir að skjóta í áttina að næstu íbúð og stofna lífi fólks þar í hættu.