Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sjónvarpsfréttir: Vilja rannsókn á niðurrifi Eimskips

24.09.2020 - 18:52
Umhverfisstofnun vill opinbera rannsókn á meintum lögbrotum Eimskipafélagsins vegna niðurrifs tveggja gámaskipa á Indlandi.

Kvöldfréttir verða sagðar í sjónvarpinu klukkan 19.

Tveir íslenskir karlmenn liggja þungt haldnir á spítala á Kanaríeyjum með COVID-19. Fresta hefur þurft skurðaðgerðum á Landspítala vegna fjölda starfsfólks sem er í sóttkví eða einangrun. 

Því var mótmælt víða um Bandaríkin að lögreglumaður, sem skaut svarta konu til bana, skuli ekki vera ákærður fyrir verknaðinn. Stjórnmálafræðingur segir að svo virðist sem lögregluofbeldi linni ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. 

Fjórir hundar, sem hófu störf á alþjóðaflugvellinum í Helsinki í gær, hafa það hlutverk að þefa uppi kórónuveiruna í farþegum. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV