Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

RIFF kemur heim í stofu

Mynd með færslu
 Mynd: RIFF

RIFF kemur heim í stofu

24.09.2020 - 12:34

Höfundar

RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er hátíðin með öðru sniði en áður, hún mætir nú heim til áhugasamra, auk þess að fara um landið með bíóbíl. María Ólafsdóttir, kynningarfulltrúi hátíðarinnar segir að þetta fyrirkomulag verði hugsanlega til frambúðar. 

Þetta er 17. RIFF-hátíðin og opnunarmyndin er Þriðji póllinn eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason. 110 myndir frá 47 löndum verða sýndar og ólíkt fyrri hátíðum verður hægt að njóta myndanna heima í stofu, því þær verða einnig sýndar á vefsíðu RIFF.  

María segir að erlendar kvikmyndahátíðir hafi boðið upp á svipað fyrirkomulag í ár og ekki sé ólíklegt að þetta sé komið til að vera. „Við vildum ekki láta deigan síga þannig að það sem við ætlum að gera er að við verðum með sérvaldar myndir sem við sýnum í Bíó Paradís og Norræna húsinu. Í Bíó Paradís verður ein sýning á mynd og náttúrulega seld færri sæti í hvern sal til að tryggja fjarlægð á milli fólks,“ segir María.

Hún segir að opnað verði fyrir sýningar á netinu, RIFF heima, í dag. „Þá getur fólk horft á hágæðamyndir á netinu í gegnum RIFF-síðuna og með þessu getum við fært kvikmyndir til fólks um allt land. Jafnvel út á sjó, til eldra fólks og fólks sem á að öllu jöfnu ekki heimangengt,“ segir María.

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Það er ekkert að því að leita sér hjálpar“

Kvikmyndir

RIFF verður á netinu: „Fólk þarf afþreyingu“

Tónlist

Kvikmynd um geðhvörf með fílum og söngvum

Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið