Líkamsárás á Laugavegi í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í verslun við Laugaveg klukkan rúmlega tvö í nótt. Þar hafði ungur maður í annarlegu ástandi ráðist á starfsmann verslunarinnar þegar verið var að vísa honum út úr versluninni.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að maðurinn hafi gert tilraun til þess að taka vörur með sér úr versluninni. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi. Ökumaður hennar er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og sömuleiðis um vörslu fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi