Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hellissandi í gærmorgun var að gera við bíl þegar slysið var. Maðurinn var við vinnu á bifreiðaverkstæði og varð undir bílnum. Hann var látinn þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn.
Lögreglan á Vesturlandi varðist allra frétta af málinu í gær. Þau sendu svo frá sér tilkynningu á Facebook nú í hádeginu þar sem fram kom að slysið hafi orðið á bifreiðaverkstæði á Hellissandi.
„Maður varð undir bifreið sem hann var að vinna við. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi en ekki er grunur um saknæmt athæfi eða aðild annarra að slysinu,” segir í færslu lögreglunnar.
Um leið og lögreglunni barst tilkynning um slysið var þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vetvang. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn látinn þegar þangað var komið.