Flestir veikir á aldrinum 18-29 ára

24.09.2020 - 16:57
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Ný kórónuveirusmit á Íslandi í gær voru 33. Fjórtán af þeim smituðu voru þegar komin í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi með COVID-19 og 352 eru í einangrun með COVID-19. Flest þeirra sem eru veik af kórónuveirunni eru á aldrinum 18-29 ára.

Kórónuveiran hefur áhrif víða. Í dag og á morgun eru til dæmis samræmd próf í 7. bekk. Af þeim 4.300 nemendum sem áttu að taka samræmdu prófin eru 220 í sóttkví. Þau verða því að samræmdu prófin en í október.

Víðir Reynisson er ekki með kórónuveiruna og hann gat því stjórnað upplýsingafundi almannavarna í dag. Víðir og Alma Möller landlæknir hvetja alla til að passa vel upp á smitvarnir, hafa hæfilega langt bil á milli fólks og þvo og spritta hendur.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi