Bílaframleiðendur lögsækja Bandaríkjastjórn

24.09.2020 - 04:27
epa07486367 (FILE) - A worker attaches a Mercedes star at the C Class and GLC Class production line during a photo opportunity for the media at the Mercedes Cars factory in Bremen, northern Germany, 24 January 2017 (reissued 05 April 2019). Media reports on 05 April 2019 state the EU commission regulators in a statement have charged German carmakers Daimler, Volkswagen and BMW of collusion in the area of emissions cleaning technology by 'participating in a collusive scheme, in breach of EU competition rules, to limit the development and roll-out of emission-cleaning technology for new diesel and petrol passenger cars sold in the European Economic Area'.  EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bílaframleiðendurnir Tesla, Volvo, Ford og Mercedes Benz höfðuðu mál gegn Bandaríkjastjórn vegna innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Guardian greinir frá þessu. 25% tollur leggst á innflutning varahluta í bíla frá Kína.

Tesla segir í málshöfðun sinni að tollarnir séu ólöglegir. Fyrirtækið krefst þess að þeir verði felldir niður og fyrirtækið fái þá tolla sem fyrirtækið hefur þegar greitt fyrir varahlutina endurgreidda með vöxtum. Mercedes sakar Bandaríkjastjórn um fordæmalaust og takmarkalaust viðskiptastríð við Kína sem hafi áhrif á innflutningsvörur að andvirði 500 milljarða bandaríkjadala. Framleiðandinn segir jafnframt að hvergi í bandarískum lögum sé stjórnvöldum veitt heimild til þess að taka geðþóttaákvörðun um viðskiptastríð í óákveðinn tíma. 

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur nú staðið yfir nánast frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforeta. Þó einhverjir samningar hafi náðst eru enn 25% tollar á mörgum kínverskum vörum. Kínverjar hafa svarað í sömu mynt.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi