Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Bakarí Jóa Fel gjaldþrota

24.09.2020 - 15:01
Mynd með færslu
 Mynd: Jói Fel
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vegna bakaríiskeðjunnar Jóa Fel, sem Jóhannes Felixsson rekur. 

Fréttastofa hefur fengið þetta staðfest, en Stundin greindi fyrst frá í dag. Ástæða þess að krafist var gjaldþrotaskipta hjá keðjunni er vegna vangoldinna iðgjalda til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, þó búið væri að innheimta iðgjöldin af launum starfsfólks. 

Mbl.is greindi frá því í síðasta mánuði að starfsmanni bakaríiskeðjunnar hefði verið neitað um lán hjá lífeyrissjóðnum vegna þess að iðgjöld höfðu ekki verið greidd. 

Á heimasíðu bakarísins kemur fram að það hafi verið stofnað árið 1997. Um 100 manns starfi nú hjá bakaríinu, útibúin séu fimm en öll framleiðsla fari fram í Holtagörðum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV