Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

30 starfsmenn Landspítala smitaðir og aðgerðum frestað

24.09.2020 - 17:02
Mynd með færslu
 Mynd: Ásvaldur Kristjánsson - Landspítali
Þrjátíu starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmits og fjölgar um fjóra milli daga. Sjúklingum í eftirliti COVID-19 göngudeildar hefur einnig fjölgað, eru nú 357 en voru 328 í gær. 

Auk þeirra þrjátíu starfsmanna sem eru smitaður voru aðrir 40 sem starfa við Hringbraut verið boðaðir í skimun. 176 starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. 

Í tilkynningu frá viðbragðsstjórn spítalans segir að einangrun og sóttkví starfsmanna hafi áhrif á skurðlækningaþjónustu og þess vegna þurfi að fresta aðgerðum. Allar brýnar aðgerðir eru framkvæmdar, svo sem krabbameinsaðgerðir og aðrar sem þola ekki bið, en annars er aðgerðum forgangsraðað. 

Mbl.is greinir frá því að um 60 aðgerðum hafi verið eða verði frestað í vikunni, meðal annars átta liðsskiptaaðgerðum sem fyrirhugaðar voru um helgina. Það hefur því áhrif á biðlistaátak spítalans sem er í gangi vegna liðskiptaaðgerða.

Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.