Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sjálfstæðismenn fresta landsfundi

23.09.2020 - 12:24
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í fyrradag að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins fram á næsta ár en til stóð að halda landsfund helgina 13. til 15. nóvember næstkomandi.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær landsfundurinn verður haldinn en stefnt er að því að halda hann fyrri hluta ársins. 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV