Örlagasinfónía Beethovens

Örlagasinfónía Beethovens

23.09.2020 - 19:40

Höfundar

Ein þekktasta sinfónía allra tíma flutt í beinni útsendingu úr Hörpu á RÚV og Rás 1.

Fimmta sinfónía Beethovens er ein frægasta og áhrifamesta sinfónía allra tíma, stórbrotin tjáning á örlagaríkri glímu sem leiðir á endanum til sigurs. Eva Ollikainen, nýskipaður aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar verkinu.

Einnig hljómar Aeriality, eitt mest flutta verk Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitarinnar. Anna er eitt virtasta samtímatónskáld heims og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, sem eru leikin af fremstu tónlistarhópum um víða veröld.

Útsending hefst klukkan 20:00.

 

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari