Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ólöf tekur þátt í ákalli Patti Smith til heimsbyggðar

Ólöf Arnalds fulltrúi íslands í People have the power með Patti Smith.
 Mynd: Pathway to Paris - RÚV

Ólöf tekur þátt í ákalli Patti Smith til heimsbyggðar

23.09.2020 - 13:47

Höfundar

Patti Smith stefnir saman listafólki og aðgerðarsinnum í nýrri útsetningu á laginu People Have the Power. Ólöf Arnalds, tónlistarkona, er þar fulltrúi Íslands.

Ólöf kemur fram ásamt Michael Stipe, Joan Baez, Tony Hawk og Cyndi Lauper og mörgum öðrum í fjarfundarflutningi á laginu People Have the Power eftir Patti Smith. Myndskeið af flutningnum var birt í gær.

Umhverfisverndarsamtökin Pathway to Paris standa að baki myndskeiðinu og er tilefnið loftslagsvikan í New York. Í myndskeiðinu er fólk einnig hvatt til að nýta kosningarétt sinn.

Fulltrúar frá 25 löndum, 46 borgum og sex heimsálfum taka þátt í flutningi lagsins, sem Patti Smith gaf fyrst út árið 1988.

Ólöf Arnalds fulltrúi Íslands í People Have the Power myndskeiði Patti Smith.
Ólöf Arnalds sagði frá þátttöku sinni í laginu á Facebook.

Tengdar fréttir

Tónlist

Heimsþekkt tónlistarfólk með tónleika í gegnum netið

Tónlist

Patti Smith stressuð á Nóbelsafhendingu

Menningarefni

Ragnar Kjartanson les í fangelsi Oscars Wilde