Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Lést í vinnuslysi á Hellissandi

23.09.2020 - 15:59
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Lögreglan á Vesturlandi veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir