Freigáta og flutningaskip rákust á

23.09.2020 - 13:27
Mynd með færslu
 Mynd: Maestro Reefers
Rúsnesk freigáta og 145 metra langt vöruflutningaskip, Ice Rose, rákust á í morgun á Eyrarsundi. Áreksturinn varð skammt frá Eyrarsundsbrúnni Danmerkurmegin. Fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni í stjórnstöð danska sjóhersins að skipin hafi verið á siglingu í sömu átt.

Ice Rose heldur kyrru fyrir meðan verið er að kanna hvað olli árekstrinum. Herskipið hélt sína leið. Ekki er enn vitað um ástæðu árekstursins, skemmdir eða hvort manntjón varð. 
Ice Rose siglir undir fána Marshalleyja. Það var á leið frá Pétursborg í Rússlandi til Gautaborgar þegar það rakst á rússneska herskipið. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi