Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fær að taka 20 leikmenn með sér á HM

epa08120473 Iceland's head coach Gudmunder Gundmundsson during the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Denmark and Iceland in Malmo, Sweden, 11 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

Fær að taka 20 leikmenn með sér á HM

23.09.2020 - 11:43
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF hefur ákveðið að rýmka reglur fyrir HM karla sem heldur verður í Egyptalandi í janúar. Landsliðsþjálfarar mega nú mæta til leiks með 20 manna hópa í stað 16 eins og verið hefur.

Reglurnar eru þó aðeins rýmkaðar vegna kórónuveirufaraldursins og því óvíst hvort reglurnar verði eins á HM 2023. Áfram má þó aðeins tefla fram 16 leikmönnum á leikskýrslu fyrir hvern leik. Landsliðsþjálfararnir þurfa þó ekki að tilkynna þá 16 manna hópa fyrr en á morgni hvers leikdags. Alls má hvert lið gera fimm breytingar á 16 manna hópnum á meðan HM í Egyptalandi stendur. Fjallað er um breytingarnar á vef handbolta.is í dag og er þar vitnað í þýska fjölmiðla.

Þá verður landsliðsþjálfurum nú einnig leyfilegt að velja 35 leikmenn sem koma til greina í lokahópinn í stað 28 eins og hefur verið áður.