Eyddu sprengju frá seinni heims-styrjöldinni

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í gær að beiðni lögreglunnar vegna sprengikúlu úr seinna stríði sem fannst við línuveg á Sandskeiði. Sprengikúlan lá undir þremur háspennulínum sem liggja til höfuðborgarsvæðisins. Vegna staðsetningar sprengikúlunnar þótti öruggast að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennilínunum. Þegar virk sprengikúla er færð úr stað er mikilvægt að það sé gert af þrautþjálfuðum sprengjusérfræðingum sem hafa sérhæfðan búnað til verksins.

Óskað var eftir sjúkrabíl frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu af öryggisástæðum eins og alltaf er gert ef færa þarf sprengju sem þessa. Sprengikúlan var færð á öruggan stað og sprengd í kjölfarið. Eyðing sprengikúlunnar gekk vel líkt og samstarf Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
 Mynd: Landhelgisgæslan
Sprengja fannst á Sandskeiði, nokkru fyrir austan Reykjavík, í gær. Sprengjan er frá því í seinni heims-styrjöldinni. Landhelgisgæslan sendi sprengju-eyðingar-sveitina sína á staðinn til að eyða sprengjunni.

Sprengjan lá undir þremur háspennulínum sem flytja rafmagn til Reykjavíkur og nágrennis. Það þurfti að færa sprengjuna annars hefði hún getað eyðilagt háspennulínurnar. Sprengjusérfræðingar með sérstakan útbúnað færðu sprengjuna á öruggan stað áður en henni var eytt.

Til öryggis var sjúkrabíll á staðnum. Það geta nefnilega orðið óhöpp við svona hættuleg verk. Allt gekk þó vel og sprengjunni var eytt án þess að nokkuð kæmi fyrir.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi