Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Edduverðlaunin afhent hálfu ári á eftir áætlun

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Edduverðlaunin afhent hálfu ári á eftir áætlun

23.09.2020 - 12:59

Höfundar

Edduverðlaunin verða afhent í byrjun október. Upphaflega stóð til að afhenda þau í mars, en COVID setti þá strik í reikninginn. Þau verða því afhent rúmu hálfu ári á eftir áætlun.

„Við höfum tekið þá ákvörðun eftir dálítið mikla yfirlegu, sem var nauðsynleg, að senda út sjónvarpsdagskrá þar sem verðlaunin verða öll tilkynnt og verðlaunaafhending verður sýnd fyrir áhorfendur heima í stofu,“ segir Hlín Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem skipuleggur Edduverðlaunin.

Verðlaunaafhendingin verður á dagskrá RÚV þriðjudaginn 6. október. Hlín segir að eðli málsins samkvæmt verði hátíðin nokkuð óvenjuleg að þessu sinni. Þeir sem hljóti verðlaun þurfi þó ekki að sætta sig við rafræna verðlaunagripi.

„Nei, þeir fá nú gripina, við munum gæta fyllsta öryggis hvað varðar allar afhendingar og annað slíkt,“ segir Hlín.

Hér má sjá lista yfir tilnefningarnar í ár.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Tilnefningar til Edduverðlauna 2020