Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Una valin úr hópi nærri 200 umsækjenda

22.09.2020 - 11:23
Mynd með færslu
 Mynd: Una Sighvatsdóttir
Una Sighvatsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. Hátt í 200 manns sóttu um starfið sem auglýst var í sumar.

Í starfslýsingu segir að það felist í undirbúningi og framkvæmd viðburða á vegum forsetaembættisins, aðstoð við ræðuskrif og framsetningu efnis á samfélagsmiðlum svo eitthvað sé nefnt.

Viðskiptablaðið birti lista yfir umsækjendur fyrr í mánuðinum, en 188 manns sóttu um starfið.

Una starfaði áður á mbl.is og fréttastofu Stöðvar 2, en hefur síðustu ár starfað erlendis. Fyrst sem upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Kabúl í Afganistan og nú síðast fyrir utanríkisþjónustuna þar sem hún hefur verið búsett í Georgíu.

„Ég er full tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi starf og get varla hugsað mér betra tilefni til að flytja aftur heim til Íslands eftir fjögurra ára búsetu erlendis,“ segir Una í samtali við fréttastofu. Hún hefur störf í nóvember. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV