Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Formlegar viðræður hefjast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta bæjarfulltrúa í kosningunum á laugardag og er í lykilstöðu við myndun tveggja flokka meirihluta. Bæði Framsókn og Austurlistinn sóttust eftir meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðismenn.