Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði á Austurlandi

22.09.2020 - 14:26
Mynd með færslu
 Mynd: Gauti Jóhannesson - RÚV/Rúnar Snær Reynisson
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag. Flokkurinn fékk fjögur sæti í sveitarstjórn. Austurlistinn fékk þrjú sæti og Framsóknarflokkurinn tvö.

 

Nýja sveitarfélagið hefur ekki enn fengið nafn. Það varð til þegar fjögur sveitarfélög sameinuðust. Það voru Borgarfjörður, Djúpivogur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður.

Í sumar fengu íbúarnir að kjósa um nýtt nafn. Þeir gátu valið á milli nafnanna Austurþing, Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá. Flestir völdu nafnið Múlaþing. :ap verður samt nýja sveitarstjórnin sem ákveður hvert nafnið verður.

Nú eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að ræða saman um hvort þeir eiga að mynda saman meirihluta í nýju sveitarstjórninni. Ef þeim tekst það verða hinir flokkarnir í minnihluta. En ef þeim tekst það ekki ræða sjálfstæðismenn við aðra flokka um myndun meirihluta.

 

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi