Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hvatti almenning til að sýna staðfestu og aga

epa08689104 Britain's Prime Minister Boris Johnson televised address is seen on a screen of a mobile ahead of the English Carabao Cup third round match between Luton Town and Manchester United in Luton, Britain, 22 September 2020.  EPA-EFE/Cath Ivill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti almenning til að sýna staðfestu og aga við að fylgja nýjum fyrirmælum yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kæmi að herða aðgerðir enn frekar ef fyrirmælin yrðu virt að vettugi. Hugsanlegt er að nýju reglurnar verði í gildi næstu sex mánuði.

Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsætisráðherrans í kvöld. BBC greinir frá. Nýjar og hertar reglur tóku gildi um allt Bretland í dag.

Á Englandi er lögð aukin áhersla á notkun gríma og veitingastöðum, skemmtistöðum og krám er gert að loka klukkan tíu á kvöldin. Sama gildir um Skotland og Wales. Í fyrrnefnda landinu hafa allir heimsóknir á önnur heimili jafnframt verið bannaðar.

Johnson sagði í ávarpi sínu að aðgerðirnar væru kröftugar en réttar í ljósi stöðunnar. „Við ykkur sem teljið svona aðgerðir ekki nauðsynlegar og að við ættum að leyfa fólki að taka sína eigin áhættu þá er það ekki rétt. Mildur hósti ykkar gæti verið dauðadómur yfir öðrum.“

Hann sagði ekki raunhæft að loka af eldra fólk og fólk í áhættuhópum. „Því ef veiran fær að leika lausum hala í samfélaginu finnur hún sér á endanum farveg til þessa hóps.“ Hann væri andsnúinn því að skerða frelsi fólks „en ef ekkert verður gert þá gæti þurft að grípa til harðari aðgerða seinna.“ Sama ætti við ef nýju reglunum yrði ekki fylgt.

Forsætisráðherrann sagði sterkasta vopnið gegn veirunni vera heilbrigða skynsemi. „Ef fólk fer að fyrirmælum þá komumst við gegnum þennan vetur en það eru erfiðir tímar framundan næstu mánuði.“

Rúmlega 400 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna á Bretlandi, þar af tæplega 5.000 síðasta sólarhringinn. 37 létust af völdum COVID-19 sjúkdómsins í dag.

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV