Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Högni berskjaldaður í heimildarmynd um geðhvörf

Mynd: RÚV / RÚV

Högni berskjaldaður í heimildarmynd um geðhvörf

22.09.2020 - 13:22

Höfundar

Högni Egilsson flutti frumsamið lag, sem hljómar í heimildarmyndinni Þriðja pólnum, í Vikunni hjá Gísla Marteini. Högni greinir sjálfur frá eigin geðhvörfum í myndinni og segir að það verði undarlegt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu.

Þriðji Póllinn er heimildarmynd eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason um geðhvörf. Í henni er fylgst með ferðalagi Högna Egilssonar og Önnu Töru Edwards um framandi slóðir í Nepal. Myndin veitir innsýn í hugsun og veruleika fólks sem hefur glímt við sama sjúkdóm. Þriðji póllinn er opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar RIFF, sem hefst 24. september.

Högni semur sjálfur tónlistina í myndinni og undir lok hennar hljómar fallegt lag. Högni flutti lagið í Vikunni hjá Gísla Marteini.

„Það er bara allt í lagi, þetta er svolítið berskjaldandi,“ svaraði hann, spurður að því hvernig það væri að ræða um eigin geðhvörf í myndinni. „En ef maður er með skjöld þá er eitthvað sem ógnar manni og þá er eitthvað að vernda og ég held að það sé ekkert endilega hollt að vera að vernda of mikið í manns fari,“ bætti hann við.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kvikmynd um geðhvörf með fílum og söngvum

Kvikmyndir

Þriðji póllinn er opnunarmynd RIFF