Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Enn loga eldar í vestanverðum Bandaríkjunum

22.09.2020 - 10:18
epa08687637 Firefighters work to keep the Bobcat Fire from jumping the Angeles Crest Highway in the Angeles National Forest north of Azusa, California, USA, 21 September 2020. According to the US Forest Service, the Bobcat fire has burnt more than 106,000 acres of land.  EPA-EFE/KYLE GRILLOT
Slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekkert lát er á gróðureldunum í Kaliforníu, en þar loga miklir eldar á að minnsta kosti tuttugu og fimm stöðum og eru sumir þeirra einhverjir hinir mestu sem sögur fara af á þessum slóðum.

Tuttugu og sex hafa farist í eldunum, en meira en 14.500 ferkílómetrar lands hafa brunnið. Þúsundir manna hafa misst heimili sín. Hátt í tuttugu þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana í Kaliforníu.

Einnig loga enn eldar í Oregon og Washington og hefur víða orðið mikið tjón. Þá hafa eldar kviknað í Wyoming og Colorado.