Covid 19: Trump vill draga Kína til ábyrgðar

22.09.2020 - 22:16
epa08688472 US President Donald J. Trump is seen on a television screen remotely addressing via video the General Debate of the 75th session of the General Assembly of the United Nations in the international news office area at United Nations headquarters in New York, New York, USA, 22 September 2020. The annual meeting of world leaders at the United Nations is being held without the usual heads off state in attendance due to the coronavirus pandemic.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til friðar milli stórvelda á allherjarþingi stofnunarinnar í dag. Ásakanir gengu á milli forseta Bandaríkjanna og Kína á fundinum þar sem Donald Trump hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að draga Kína til ábyrgðar fyrir þátt þeirra í útbreiðslu Covid 19 faraldursins.

Þingið var haldið við óvenjulegar aðstæður vegna heimsfaraldursins þar sem margir nýttu tæknina til að flytja ræður sínar. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerði stöðu heimsmála að umtalsefni.

„Við erum á hættulegri braut. Veröldin má ekki við framtíð þar sem stærstu efnahagsveldin kljúfa jarðkringluna í herðar niður - hvort með sínum viðskipta- og fjármálareglum og færni í fjarskiptum og gervigreind.“

Hann gagnrýndi einnig þjóðir sem væru í eigin framleiðslu bólefna fyrir sína þjóð. „Slík þjóðernishyggja með bóluefni er ekki aðeins ósanngjörn, heldur líka sjálfskaparvíti. Ekkert okkar er öruggt fyrr en við erum öll örugg.“

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu sakaði fjölmiðla í sínu landi um að skapa hræðslu við veiruna. „Með slagorðin „haldið ykkur heima“ og „hugsum um efnahaginn seinna“ færðu fjölmiðlarnir næstum því félagslega ringuleið yfir þjóðina.“

Spennan sem Guterres talaði um var sjáanleg milli Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump forseti Bandaríkjanna sakaði kínversk stjórnvöld um ranga upplýsingagjöf í upphafi faraldursins. „Kínverska ríkisstjórnin, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sem er nánast stjórna af Kínverjum sögðu ranglega að engar sannanir væru fyrir smiti á milli manna. Þá sögðu þau líka að ekkert benti til þess að einkennalausir smituðu út frá sér. Sameinuðu þjóðirnar verða að draga Kínverja til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar.“

Xi Jinping, forseti Kína, sagði stjórnvöld ekki sækjast eftir köldu eða heitu stríði við neinn. Hins vegar þyrfti að standa saman í baráttunni við veiruna. „Það að stinga hausnum í sandinn eins og strútur í alþjóðlegu efnahagskerfi eða reyna að berjast við hana með aðferðum Don Kíkóta er á skjön við gang sögunnar.“

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi