Zendaya yngsti Emmy-verðlaunahafinn

Mynd með færslu
 Mynd: Zendaya

Zendaya yngsti Emmy-verðlaunahafinn

21.09.2020 - 11:27
Bandaríska leikkonan Zendaya er yngsti Emmy-verðlaunahafinn í ár, aðeins 24 ára gömul. Hún fékk verðlaun sem besta leikkona í dramahlutverk. Hún leikur Rue í þáttunum Euphoria.

Zendaya hafði betur í þessum flokki en þær Jennifer Aniston, Olivia Colman, Laura Linney, Sandra Oh, Jodie Comer sem einnig voru tilnefndar.

„Þetta er ansi brjálað,“ sagði Zendaya þegar hún tók við styttunni. Hún byrjaði sinn feril árið 2010 þá ðeins fjórtán ára gömul þegar hún lék karakterinn Rocky Blue í þáttunum Shake it up hjá Disney.„Hún er yngri en Baby Yoda og hún á þegar Emmy,“ Sagði Jimmy Kimmel sem var kynnir hátíðarinnar eftir ræðu Zendayu.