Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn

epa07752028 Activists from IPPNW Germany and ICAN Germany wear masks of US President Donald J. Trump (R) and Russian President Vladimir Putin (L), holding mock nuclear missiles as they demonstrate against the ending of the Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty (INF) in front of the American Embassy at Pariser Platz in Berlin, Germany, 01 August 2019. The INF treaty, signed 01 June 1988, is due to end on 02 August 2019 after US President Donald J. Trump announced the US withdrawl in October 2018 and formally suspending it on 01 February followed by Russia in 02 February 2019.  EPA-EFE/OMER MESSINGER
 Mynd: EPA
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.

Kjarnorkuafvopnunarsamningurinn var gerður sumarið 2017. Í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna greiddu 122 ríki með samningnum og Holland eitt gegn honum. Singapúr sat opinberlega eitt hjá.

Það voru hins vegar ríkin 69 sem ekki greiddu atkvæði sem skiptu mestu máli en þar á meðal voru öll kjarnorkuríki heimsins og allir aðilar að Atlantshafsbandalaginu, þar á meðal Ísland.

Í bréfinu segja leiðtogarnir að kjarnavopn þjóni engum lögmætum tilgangi, hvorki hernaðarlegum né varnarlegum, vegna þeirra hörmulegra afleiðinga þeirra á mannkynið og umhverfið. Leiðtogarnir hvetja leiðtoga ríkja til þess að sýna djörfung og viðurkenna samninginn.

epa08407005 Activists of the organizations German Peace Society (DFG-VK), International Physicians for the Prevention of Nuclear War (IPPNW) and International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN), demonstrate with masks showing the faces of German Foreign Minister Heiko Maas (L) and German Defense Minister Annegret Kramp-Karrenbauer (3-L) during a protest against the acquisition of nuclear bombers in front of the Reichstag building, the seat of the German Bundestag, during a session of the parliament in Berlin, Germany, 07 May 2020. Demonstrators protested against the planned acquisition of F-18 fighter planes by German Defense Minister Annegret Kramp-Karrenbauer.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
Frá mótmælum ICAN í Berlín í sumar.

Bréfritarar benda á þá hættu – sem virðist fara vaxandi – að kjarnavopn verði notuð í slysni, fyrir mistök eða vegna slæmrar hönnunar þeirra. „Við megum ekki fyrir sofandahátt skapa okkur enn hættulegra ástand en við höfum þegar gert á þessu ári,“ skrifa bréfritarar.

Íslensku ráðherrarnir þrír sem rita bréfið ásamt fyrrum kollegum sínum eru Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Aðrir bréfritarar sem ber að nefna eru Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og þeir Javier Solana og Willi Claes, fyrrverandi aðalritarar NATO.

Tim Wright, umsjónarmaður samninga hjá ICAN - samtökum rúmlega hundrað alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn kjarnorkuvá, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem stuðningur við samning á borð við þennan fær svo víðtækan stuðning frá ráðamönnum þessara ríkja. „Við vonum að þetta kveiki umræðu á þjóðþingum og ýti við ríkjunum í afstöðu sinni,“ er haft eftir Wright í yfirlýsingu.

epa07752016 An activist from IPPNW Germany and ICAN Germany  wears a mask of US President Donald J. Trump, as he holds a mock missile during a demonstration against the ending of the Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty (INF) in front of the American Embassy at Pariser Platz in Berlin, Germany, 01 August 2019. The INF treaty, signed 01 June 1988, is due to end on 02 August 2019 after US President Donald J. Trump announced the US withdrawl in October 2018 and formally suspending it on 01 February followed by Russia in 02 February 2019.  EPA-EFE/OMER MESSINGER
Skopstæling á Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á mótmælum í Berlín í sumar.