Skagamenn skoruðu mörkin

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Skagamenn skoruðu mörkin

21.09.2020 - 18:23
Einum leik er lokið úrvalsdeild karla í knattspyrnu. ÍA vann nýliða Gróttu nokkuð örugglega og er Grótta komið í erfiða stöðu upp á að halda sæti sínu í deildinni á næsta tímabili.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Skagamönnum yfir í erfiðum aðstæðum upp á Akranesi um miðjan fyrri hálfleik. Grótta átti nokkra fína spretti í seinni hálfleik en náði ekki að koma boltanum yfir marklínuna. 

Sigurður Hrannar Þorsteinsson kom heimamönnum í 2-0 og Tryggvi var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði úr víti á 87. mínútu og gulltrygði sigur ÍA. 

Eftir leikinn er Grótta með sjö stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍA er aftur á móti með 17 stig eftir 15 leiki og sitja í sjöunda sæti deildarinnar.