Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heilbrigðisráðherra Tékklands segir af sér

21.09.2020 - 15:13
epa08676738 Barkers dressed like sailors stand near Charles Bridge in Prague, Czech Republic, 17 September 2020. Czech Republic had record rise in COVID-19 infections from last week as country has third highest increase in Europe, after Spain and France.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Adam Vojtech sagði í morgun af sér sem heilbrigðisráðherra Tékklands, í kjölfar gagnrýni sem hann og heilbrigðisyfirvöld hafa sætt vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi smita hefur farið ört vaxandi í landinu að undanförnu.

Um og yfir tvö þúsund ný smit hafa mælst daglega síðustu daga og aðeins á Spáni er faraldurinn í hraðari vexti en í Tékklandi ef horft er til Evrópuríkja. 

Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, tilkynnti nú síðdegis að Roman Prymula, prófessor við læknadeild Charles-háskóla, yrði nýr heilbrigðisráðherra. 

Nærri 50 þúsund smit hafa greinst í landinu og yfir 500 hafa látist síðan faraldurinn hófst. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV