Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Allir fá grímur í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu

21.09.2020 - 09:11
Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir / RÚV
Nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu ber frá og með deginum í dag skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.

Í Verslunarskóla Íslands mættu nemendur samkvæmt stundatöflu í morgun og starfsfólk skólans dreifði grímum til allra. Nemendum er þó einnig frjálst að koma með sínar eigin grímur. Þetta hefur töluverð áhrif á ásýnd skólahaldsins.

Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Íþróttasalurinn í Versló er notaður sem kennslustofa.

Öll borð í kennslustofum í Verslunarskólanum hafa verið dregin í sundur til þess að tryggja fjarlægðarmörk. Þá fer kennsla einnig fram í íþróttasal skólans.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa útvegað hátt í 25 þúsund grímur handa framhaldsskólanemum. Það er Landspítalinn sem sendi grímurnar í skólana í morgun. Markmiðið er að tryggja að staðnám verði að sem mestu óbreytt frá því sem verið hefur.

Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV