Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu

epa05779135 The US Capitol Building is seen at sunset shortly before the Senate voted to confirm Jeff Sessions as US Attorney General, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 08 February 2017. The Senate confirmed US President Donald J. Trump's pick
 Mynd: EPA
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.

Fjárhagsár bandaríska alríkisins nær frá 1. október til 30. september. Í dag tilkynntu Demókratar á þinginu að þeir hefðu lokið gerð frumvarpsins en styggðu Repúblikana með því að undanskilja þá fjárhæð sem Trump Bandaríkjaforseti vildi til handa bágstöddum bændum.

Frumvarpið verður lagt fram í þinginu á morgun þriðjudag og Öldungadeildin mun bregðast við því síðar í vikunni. Með viðbótarfjárlögunum vinnst þinginu tími til að leggja línur fyrir útgjöld alríkisins út næsta fjárlagaár eða til septemberloka 2021.

Í mörg horn er að líta, til að mynda þarf að ákveða fjárframlög til hernaðarmála, heilbrigðiskerfis, þjóðgarða, geimferðaáætlunar og öryggismála við landamæri ríkisins.

Nancy Pelosi forseti fulltrúadeilarinnar segir að með viðaukanum verði hægt að koma í veg fyrir lokanir stofnana á vegum ríkisins í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru, á tímum hræðilegra skógarelda og fellbylja. Annað væri skelfilegt segir hún.

Þingið gerir ráð fyrir að fjárlög ársins 2021 verði tilbúin til samþykktar 11. desember næstkomandi.