Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Viðvaranir á norðaustanverðu landinu og miðhálendinu

20.09.2020 - 18:16
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Gular vindviðvaranir eru nú í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. Seinna í kvöld tekur einnig gildi gul viðvörun á Austfjörðum.

Á öllu norðaustanverðu landinu og á miðhálendinu gengur í suðvestan 18-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Hvassast verður í Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga en þar má búast við að lausamunir fjúki og að tafir verði á umferð. Veðurstofan ræður fólki frá því að ferðast um miðhálendið. 

Fréttastofa greindi frá því í gærmorgun að þær veðurviðvaranir sem voru í kortunum fyrir helgi hefðu verið afnumdar. Spáin hafði þá batnað til muna en Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að mikil óvissa hafi verið í spánum og að í dag hafi spáin versnað aftur. „Það verður hvasst og vindstrengir, en þetta gengur tiltölulega hratt yfir,“ segir hann. 

Gul viðvörun gildir til klukkan 22:00 á Norðurlandi eystra, til 23:00 á miðhálendinu, til 01:00 í nótt á Austurlandi að Glettingi og til klukkan 02:00 í nótt á Austfjörðum. 

Á ljósmyndunum sem fylgja fréttinni má sjá kröftugt sandfok í Möðrudal í Norður-Múlasýslu í eftirmiðdaginn í dag.

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Mynd: Ágúst Ólafsson
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Mynd: Ágúst Ólafsson
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Mynd: Ágúst Ólafsson