Var sterkari en hún gerði sér grein fyrir

Mynd: RUV / RUV

Var sterkari en hún gerði sér grein fyrir

20.09.2020 - 20:22
Ellen Lind Ísaksdóttir vann á dögunum titilinn sterkasta kona Íslands. Hún segir líklegt að helsta ástæða þess hve fáar konur stundi aflraunir hér á landi sé hreinlega feimni við að keppa í greininni.

Aflraunakonan Ellen Lind Ísaksdóttir sigraði í aflraunakeppninni sterkasta kona Íslands í ágúst. Það er annað árið í röð sem hún vinnur þetta mót.

„Ég hef alltaf haft smá áhuga fyrir lyftingum. Svo lét ég vinkonu mína plata mig út í að koma með sér á æfingar. Ég keppti fyrst 2018 og varð í þriðja sæti, svo 2019 bara gerðist eitthvað og ég var miklu sterkari en ég gerði mér grein fyrir og náði að sigra, sem var bara geggjað,“ sagði Ellen Lind um þennan frábæra árangur sinn.

Ellen er ein fárra kvenna á Íslandi sem keppa í aflraunum, en hvað skyldi aftra konum að fara í þennan bransa?
„Það er sennilega vegna þess að þær þora ekki, sem er ömurlegt. Svo hefur álit samfélagsins áhrif á að stelpur séu ekki í lyftingum.“

Nánar er rætt við Ellen í spilaranum hér fyrir ofan.