Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Upplýsingafundur almannavarna í dag kl. 14:00

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Hugsanlegt er að Þórólfur tilkynni um nýjar tillögur til heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnarreglum vegna þess mikla fjölda smita sem greinst hefur síðustu daga. Á upplýsingafundinum í gær sagðist hann stefna á að móta tillögur á næsta sólarhringnum. 

Í gær var greint frá því að 75 smit hefðu greinst hér á landi í fyrradag. Svo mörg smit höfðu ekki greinst síðan 1. apríl síðastliðinn þegar fyrsta bylgja faraldursins var á niðurleið. Mörg smitanna hafa verið rakin til skemmtistaða og kráa og smitin hafa flest greinst meðal ungs fólks. Þar til á þriðjudag er eigendum skemmtistaða og kráa skylt að hafa staðina lokaða.