Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi

20.09.2020 - 12:21
epa08681629 Belarusian policemen detain an opposition activist Nina Baginskaya, 73, during women's peaceful solidarity action in Minsk, Belarus, 19 September 2020. Opposition activists continue their every day protest actions, demanding new elections under international observation.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.

Mótmælin hafa staðið linnulaust síðan 9. ágúst þegar Alexander Lukasjenko lýsti yfir stórsigri í forsetakosningum. Fólk krefst þess að hann fari frá völdum og að haldnar verði löglegar kosningar.

Boðað var til kvennamótmæla höfuðborginni Minsk í gær og er talið er að um tvö þúsund konur hafi tekið þátt í þeim. Lögregla var með mikinn viðbúnað og voru yfir tvö hundruð handteknar. Þeirra er á meðal hin 73 ára gamla Nina Baginskaya. Hún hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína og er af mörgum álitin hetja mótmælanna. Mótmælendur gengu saman um götur borginnar í gær og hrópuðu: „Við erum í göngutúr“, en það er einmitt það sem Baginskaya sagði við lögreglu þegar henni var tilkynnt að hún hefði tekið þátt í ólöglegum mótmælum. 

epa08681912 Belarus women protest against the presidential election results during women's peaceful solidarity action in Minsk, Belarus, 19 September 2020. Opposition activists continue their every day protest actions, demanding new elections under international observation.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA

AFP fréttastofan greinir frá því að svo margir mótmælendur hafi verið handteknir í gær að sumum hafi þurft að sleppa fljótt. Baginskaya var þeirra á meðal. 

Mótmælin hafa verið fjölmennust á sunnudögum og búist er við að ekki verði undantekning þar á í dag.